26.04.1941
Neðri deild: 45. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 565 í B-deild Alþingistíðinda. (1214)

62. mál, Búnaðarbanki Íslands

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson) :

Ég fæ ekki betur séð en að Alþ. sjálft hafi sömu kosti og galla og hv. 5. þm. Reykv. eignaði n. Andstæðingar eru vanir að segja hið sama og hann sagði nú um allar kosningar, sem fara fram í sjálfu Alþ. Að fela slíkt mál n. er því ekki á neinn hátt að pukra með það, því að kosningar á Alþ. sjálfu eru umræðulausar, og það eina, sem birtist almenningi, hver hlaut kosningu, og þetta birtist engu síður, þó að kosið sé í n. Hér er því ekki um neitt pukur að ræða við kosningar á nefndarfundum, því að þá er birt hið sama og við kosningar á opinberum þingfundum. Það er því ekki ástæðulaust að fela þessari n. þessar framkvæmdir, meðan ekki kemur í ljós, að það sé óheppilegt. Þeir menn, sem standa utan við bankamál og væru æskilegir bankaráðsmenn, hafa engu minni möguleika til þess að vera kosnir í n. heldur en af sjálfum aðalflokkum Alþ.