18.04.1941
Efri deild: 38. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 630 í B-deild Alþingistíðinda. (1290)

102. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Páll Zóphóníasson:

Í sambandi við þær umr., sem hér hafa farið fram, og ummæli einstakra hv. þm. um hinn mikla skattþunga útgerðarinnar, vil ég benda á það, að árið 1938 var aðeins einn togari af öllum togaraflotanum í Reykjavík, sem hafði borgað skatt næstu 5 árin á undan, en hinir engan, og allir sama og ekkert útsvar. Það er staðreynd, að svona voru 1., þetta voru hinar þungu byrðar, sem voru að drepa útgerðina, að sögn hv. þm. Vestm.