18.04.1941
Efri deild: 38. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 631 í B-deild Alþingistíðinda. (1293)

102. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Forseti (EÁrna) :

Ég vildi vekja athygli á því, áður en gengið er til atkvæða, að ég hef verið beðinn að hraða þessu máli svo sem kostur er á. Hér hafa verið látin orð falla um að bera fram brtt. um málið til 3. umr., en ég hefði helzt kosið að hafa 3. umr. í kvöld, til þess að þurfa ekki að hafa fund á morgun. Auk þess er von á máli frá Nd., sem mjög þarf að hraða. Ég vil því beina þeim tilmælum til hv. dm., að þeir hafi brtt. sínar tilbúnar fyrir fundinn í kvöld, en hann mun að öllum líkindum hefjast kl. 9.