03.05.1941
Neðri deild: 50. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 669 í B-deild Alþingistíðinda. (1341)

102. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Frsm. (Skúli Guðmundsson) :

Ég verð að gera stutta aths. Ég var áðan að tala um hinar miklu tekjur útgerðarinnar árið 1940, fyrst og fremst. Í ræðu hv. þm. A.-Húnv. við 2. umr. þessa máls og eins í fjhn. kom það fram, að hann taldi ekki rétt að láta 1. um afnám skattfrelsisins verka aftur fyrir sig, sem hann kallar svo, þ. e. láta afnámið ná einnig til teknanna frá s. l. ári. Hann sagði þó í n. og hér í hv. d., að öðru máli væri að gegna um stríðsgróðaskattinn. En ef 1. væru ekki látin verka aftur fyrir. sig, lá væri ekki hægt að leggja þann skatt á meira en 10% af tekjunum, því að félögin hafa 90% skattfrjáls. Ég kannast því alls ekki við að hafa rangfært orð eða skrif hv. þm. A.-Húnv. né samflokksmanns hans, hv. 5. þm. Reyk.