03.05.1941
Efri deild: 51. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 671 í B-deild Alþingistíðinda. (1348)

102. mál, tekjuskattur og eignarskattur

Fjmrh. (Jakob Möller) :

Það er sjálfsagt alveg nóg, að því sé beint til ríkisstj., að æskilegt þyki, að hún geri ráðstöfun þá, sem hv. l. þm. Reykv. ræddi um síðast. En mér finnst satt að segja vafasamt, þar sem mjög mikill hluti þessarar löggjafar gildir aðeins fyrir þetta eina ár og kemur til notkunar næstu daga, eftir að frv. nær hér samþykki, svo að enginn tími er til að fella þau lagaákvæði inn í skattalögin, endurprenta þau og dreifa þeim út um landsbyggðina í tæka tíð, þá finnst mér vafasamt, að ráðstöfunin sé rétt eða svari fyrirhöfn, einkum þar sem vitað er, að taka verður öll skattalögin til nánari endurskoðunar á næsta þingi.