17.04.1941
Efri deild: 37. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 673 í B-deild Alþingistíðinda. (1354)

103. mál, stríðsgróðaskattur

Fjmrh. (Jakob Möller) :

Þau fáu orð, sem ég sagði um frv. um breyt. á l. um tekju- og eignarskatt, fjölluðu líka um þetta frv., og get ég látið það nægja sem lýsingu á minni afstöðu til þessa máls. Ég skal ekki orðlengja um það að sinni, aðeins verða við ósk hv. frsm. og svara fyrirspurn hans, hvort stríðsgróðaskattur væri ekki frádráttarhæfur eins og annar tekjuskattur.

Þó að það sé ekki beinlínis tekið fram í l. um stríðsgróðaskatt, er enginn vafi á því, að um hann skuli gilda hið sama ákvæði að því er þetta snertir og um tekju- og eignarskatt, vegna þess að stríðsgróðaskatturinn er ekkert annað en tekjuskattur. Um framkvæmd á þessum l. er vísað hér til 1. um tekju- og eignarskatt, og þar af leiðir, að ákvæði þeirra 1. gildir líka um stríðsgróðaskatt hvað þetta snertir. Í 1. um bráðabirgðatekjuöflun ríkissjóðs er tekið fram, að hátekjuskatturinn eigi að vera frádráttarhæfur; eins og tekjuskatturinn að öðru leyti, og um það hefur enginn ágreiningur verið, eftir því, sem ég bezt veit. Ég lít svo á, að ekki komi annað til greina í þessu sambandi en að draga stríðsgróðaskattinn frá skattskyldum tekjum, þó að það sé ekki tekið fram í frv.