18.04.1941
Efri deild: 38. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 676 í B-deild Alþingistíðinda. (1364)

103. mál, stríðsgróðaskattur

Frsm. (Magnús Jónsson) :

N. hefur ekki óskað að bera fram neinar brtt. við þetta frv., en fram eru komnar 2 brtt., önnur á þskj. 203, frá 1. landsk., og hefur hann mælt fyrir henni. Ég vil strax taka það fram, að þessi brtt. hans, ef hún yrði samþ., mundi svo gersamlega raska grundvelli frv., að vonlaust væri um afgreiðslu þess. Ég held þess vegna, að ég geti sparað frekari umr. um þá brtt.

Brtt. á þskj. 192, sem við flytjum hv. þm. Hafnf. og ég, er hins vegar fyrirkomulagsatriði, sem hægt er að samþ. án þess að raska frv., og skal ég ekki vera að mæla frekar með brtt. að öðru leyti en því að gera grein fyrir þeim.

Það er ákveðið í 2. gr., að stríðsgróðaskatturinn skuli skiptast milli ríkis og bæjarfélaga, þannig að ríkið fær 60%, en bæirnir, þar sem viðkomandi fyrirtæki eru rekin, 40%. En það er augljóst, að það eru viss bæjarfélög, sem eru þannig sett, að þessi hluti stríðsgróðaskattsins takmarkar svo mikið fjárráð skattþegnanna, að það gæti komið fyrir, að þessi hluti stríðsgróðaskattsins yrði meiri en útsvarsþörfin. Það gæti verið dálítið hæpin sanngirni, að ríkið greiddi bæjar félögunum aldrei hærri fjár hæð en 1/4 af niður jöfnuðum útsvörum, og gerir brtt. því ráð fyrir, að þessu verði breytt í 1/3. Hin brtt. er aftur meira um grundvallaratriði. Eins og 1. eru, mundi sá hluti, sem bæjar- og sveitarfélög gætu ekki notað, renna til ríkissjóðs, en hér er lagt til, að það, sem afgangs verður af stríðsgróðaskatti, geymist á reikningi sveitar- eða bæjarfélagsins og greiðist til hafnarbóta eða annarra þeirra verklegra framkvæmda, sem sveitarfél. eða bæjarfél. ræðst í til hagsbóta útgerðinni á þeim stað, enda samþ. atvmrh. ráðstöfunina. Ég teldi rétt að gera eina smáleiðréttingu á þessari breyt. við 3. umr., af því að ekki er rétt að binda þetta eingöngu við hafnarbætur eða það, sem útgerðinni viðkemur, vegna þess að gera má ráð fyrir, að stríðsgróðaskattur falli til einhverra hreppsfélaga, sem ekki liggja að sjó, og gætu þau að sjálfsögðu. ekki ráðizt í hafnarbætur. Þetta er auðvelt að leiðrétta við 3. umr., og ætti það að fást samþ. án umr., ef menn vilja ganga inn á þessa braut.