02.05.1941
Efri deild: 49. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 688 í B-deild Alþingistíðinda. (1447)

92. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Bernharð Stefánsson) :

Eins og ég mun hafa sagt við 2. umr. þessa máls, geri ég ráð fyrir, að ef öðrum manni í hreppsn. yrði falið að innheimta útsvörin, mundi það að sjálfsögðu verða samkomulag á milli hans og hreppsnefndar, hvað hann fengi fyrir það. Því oddvita ber að vinna það verk samkv. sveitarstjórnarl., og honum eru ætluð einnig launin fyrir það. Hins vegar má auðvitað hafa samkomulag innan nefndarinnar um að haga þessu á annan hátt, og má telja víst, að oddviti greiði þá af launum sínum fyrir að vinna þau störf, er honum ber skylda til að vinna.

Ég álít, að það sé síður en svo þörf á að breyta frv., en ég mun ekki gera þetta neitt að kappsmáli, að svo verði ekki. En það mun vera afar óvíða, að aðrir en oddvitarnir innheimti útsvörin.