02.05.1941
Efri deild: 49. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 688 í B-deild Alþingistíðinda. (1450)

92. mál, sveitarstjórnarlög

Frsm. (Bernharð Stefánsson) :

Ég skal geta þess, að það er enginn ágreiningur milli mín og hv. 1. þm. Reykv, um þetta atriði, því ég minntist ekkert á það, hvernig að skuli farið, þegar störf eru tekin af oddvita að honum nauðugum. Ég talaði einungis um það, þegar samkomulag er innan hreppsnefndar. Ég held nú líka, að það sé varla til, að taka störfin af oddvita móti vilja hans. Bæði held ég, að það sé vafasamt, hvort hreppsnefndin getur tekið störf af oddvitanum að honum nauðugum, og eins hitt, að ég hygg, að það mundi í flestum tilfellum verða ofan á. að hún þá losaði sig við slíkan oddvita. En auðvitað greiðir oddvitinn fyrir þau störf, sem annar vinnur. fyrir hann, þegar það er með hans samþykki.