16.04.1941
Neðri deild: 36. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 692 í B-deild Alþingistíðinda. (1481)

99. mál, sjómannalög

Frsm. (Finnur Jónsson) :

Sjútvn. hefur tekið að sér að flytja þetta frv. eftir beiðni Farmanna- og fiskimannasambands Íslands, og er höfuðefni þess, að skyldur og réttindi loftskeytamanna eru tekin upp í sjómannalögin, en um þá hafa ekki staðið nein ákvæði í sjómannal. Þegar þau voru afgr. síðast, virðast þeir hafa gleymzt. Samþykkt þessa frv. mun ekki hafa í för með sér nein aukin útgjöld fyrir atvinnuvegi þjóðarinnar, þ. e. a. s. útgerðina, heldur yrði með þeim aðeins slegið föstum skyldum og réttindum loftskeytamanna.

Get ég að öðru leyti látið nægja að vísa til grg. frv., og óska ég, að frv. verði vísað til 2. umr., að lokinni þessari umr.