02.05.1941
Neðri deild: 49. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 698 í B-deild Alþingistíðinda. (1512)

112. mál, vátryggingarfélag fyrir fiskiskip

Jón Ívarsson:

Frv. þetta var fyrir skömmu hér til 3. umr., en eftir ósk minni var umr. frestað. Það hefur orðið að samkomulagi milli mín og meiri hl. sjútvn., að þetta mál gengi fram. Ég drap lítils háttar á það, þegar málið var hér áður til umr., að það hefði komið inn í d. án þess að n. hafi tekið ákvörðun um það. Í sambandi við þetta vil ég taka það fram, að þess ber að sjálfsögðu að óska, að Samábyrgð Íslands á fiskiskipum sé rekin á þann hátt, að hún geti verið fjárhagslega sjálfstætt fyrirtæki og ríkissjóður þurfi ekki að leggja henni fé. Ég vil fyrir mitt leyti leggja áherzlu á það, að forstaða Samábyrgðarinnar sé slík, að félagið verði efnalega sjálfstætt og ríkissjóður þurfi ekki að hlaupa undir bagga með því.

Það hefur verið sagt, að Samábyrgðin væri ríkisstofnun, en það er ekki svo, heldur er hún félag þeirra manna, sem fiskiskip eiga. Í l. frá 1928 er svo fyrir mælt, að Samábyrgðin skyldi koma undir stj. Tryggingarstofnunar ríkisins, þegar þáverandi forstjóri Samábyrgðarinnar félli frá. Þetta hefur ekki verið gert, og vil ég gjarnan heyra um það frá hæstv. ríkisstj., hvort það hefði ekki verið athugað, er forstjóraskipti urðu, að fela þeirri stofnun forstöðuna. Það má vera, að heppilegra sé, að sérstök stj. sé fyrir Samábyrgðina. En mér þætti sem sagt vænt um að fá upplýsingar um þetta atriði og hverjar ástæður valda því, að ekki hefur verið fárið eftir 1. frá 1928 um þetta.

Hv. frsm. þessa máls minntist á það fyrr við þessa umr., hvernig hagur Samábyrgðarinnar hefði verið og væri. Þetta taldi ég nauðsynlegt að væri gert, áður en málið fengi afgreiðslu í deildinni. Nú þegar þær upplýsingar liggja fyrir, er ekki ástæða til annars en að málið fái afgreiðslu.