08.05.1941
Efri deild: 55. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 705 í B-deild Alþingistíðinda. (1529)

112. mál, vátryggingarfélag fyrir fiskiskip

Magnús Jónsson:

Ég stend ekki heldur upp nú til þess að andmæla frv. í sjálfu sér, enda kom hv. frsm. nú með aðalröksemdirnar fyrir frv. — (IngP: Þær komu strax í upphafi fyrri ræðu minnar.), að auðveldara væri fyrir Samábyrgðina að starfa með eigin fé en lánsfé. Hins vegar var svo almennt til orða tekið í grg., að lítið var á henni að græða.

Ég stóð upp áðan til að spyr ja um það, hvort n. hefði talað við viðkomandi ráðh. um þetta. Nú hef ég fengið svarið. Það getur verið, að það hafi verið gert í Nd.

Annars held ég, að betra sé að sannfæra sig sjálfur um, að allt sé rétt. Því ég veit það, að í þeim n., sem ég hef setið í, höfum við oft fengið frv. frá hv. Nd. með skökkum lagatilvitnunum, röngum ártölum og alls konar ruglingi og brengli. Það veitir ekki af, að n. beggja d. athugi málin sjálfstætt og vandlega. Og hér er ekki um neina smáræðis upphæð að tala. Þess vegna spurði ég nú um það, hvort álits fjmrh. hefði verið leitað í þessu efni. Hins vegar skal ég hiklaust játa, að ég er ekkert hræddur við þetta mál, þótt ég spyrði aðeins lauslega að þessu.