05.03.1941
Neðri deild: 12. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 706 í B-deild Alþingistíðinda. (1535)

38. mál, vátryggingarfélag

Finnur Jónsson:

Ég skal ekki tefja mál þetta mikið hér í hv. d., enda óþarft fyrir mig, þar sem því mun verða vísað til n., sem ég á sæti í.

Ég held, að hv. flm. hafi sagt fullmikið, er hann minntist á tjónið vegna dráttarhjálpar. Það má vel vera, að stundum sé lagt fullmikið í dráttarhjálp, en að það sé eins mikið og hv. flm. vildi vera láta, held ég tæplega, að geti verið rétt. Annars er það oft erfitt fyrir skipstjórana að meta og vega á milli hættunnar, sem skip þeirra er í, og kostnaðarins af hjálpinni. En hitt er ekki nema eðlilegt, að dráttarhjálpin hafi stigið, þar sem verðmæti skipanna og aflans hefur aukizt svo mjög sem nú er orðið.

Ég mun ekki fara út í það að ræða einstök atriði frv., en aðeins benda á, að nú er komin ný hætta fyrir sjófarendur hér við land, en það er tundurduflahættan. Eins og kunnugt er, þá er það skylda eigenda fiskiskipa þeirra, sem hér ræðir um, að tryggja skip sín hjá þessum vátryggingarfélögum, en nú er það svo, að þau tryggja ekki fyrir tjóni vegna ófriðar. Hins vegar eru staðhættir þeir h já okkur, að fjöldi hinna minni veiðiskipa er einmitt á þeim slóð

um, þar sem tundurduflahættan er mest. Það liggur því í hlutarins eðli, að gera verður ráðstafanir til þess að tryggja þessi skip vegna hinnar nýju hættu. Fyrir nokkru sendi útgerðarmannafélagið á Ísafirði atvmrh. erindi um þetta, en hann hefur ekki svarað neinu ennþá. Um þetta og fleira viðvíkjandi hinu nýja viðhorfi í þessum málum mun ég ræða í sjútvn., og ég vænti þess fastlega, að sú n. taki tillit til vandræða þeirra, sem útgerðar- og fiskimenn á Vestfjörðum eiga við að búa.