05.03.1941
Neðri deild: 12. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 707 í B-deild Alþingistíðinda. (1537)

38. mál, vátryggingarfélag

Ísleifur Högnason:

Ég hef ekki orðið var við þetta frv, fyrr en nú og ekki getað kynnt mér það. En í 6, gr. þess er farið fram á að breyta 1. þannig, að útgerðarmaður greiði hér eftir helming þess björgunarkostnaðar, sem þar ræðir um. Þetta á að vera til þess að spara björgunarlaun. En enginn vafi er á, að ef það yrði að 1., mundu margir skipstjórar og formenn hliðra sér hjá að leita aðstoðar. Þeir eru oftast mjög háðir útgerðarmönnunum, eiga atvinnu sína undir þeim og mundu oft freistast til að leita ekki hjálpar fyrr en um seinan. Ég er sannfærður um, að öryggi sjómanna yrði tilfinnanlega skert með þessu ákvæði í framkvæmd.

Ef skipstjóri gerir sér hins vegar leik að því að fá hjálp, e. t. v. aðallega til að geta komizt sem fyrst út á miðin aftur, eins og hv. þm. sagði, ætti að vera hægt að koma ábyrgð á hendur þeim manni á annan hátt.

Ég mun verða á móti því, að útgerðarmenn taki nokkurn aukinn þátt í tryggingum skipa.