03.05.1941
Neðri deild: 50. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 715 í B-deild Alþingistíðinda. (1571)

106. mál, iðnlánasjóður

Ísleifur Högnason:

Þessi rök, sem hv. þm. kom fram með, eru ekki slök. Að það ætti að verða til þess að lækka vöruverð, ef t. d. þetta gjald væri hækkað úr ¼% upp í 50%, sér hver maður; að hverju stefndi, en þó að hækkunin sé ekki nema ¼%, þá er stefnan sú sama. Það er alveg rétt hjá hv. þm. A.-Sk., að þetta er neyzluskattur, sem eykur dýrtíðina, og það er alltaf svo, að þegar búið er að rétta skrattanum litla fingurinn, vill hann taka alla höndina, og svo mun einnig verða hér.

Það sér hver maður, hvað liggur á bak við þetta. Hér er um að ræða óréttláta og óheilbrigða stefnu, þar sem verið er að skattleggja neytendur ofan á allar aðrar búsifjar, sem þeir verða fyrir af hinum ýmsu ísl. iðnfyrirtækjum.