29.04.1941
Neðri deild: 47. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 719 í B-deild Alþingistíðinda. (1606)

40. mál, hafnargerð á Skagaströnd

Jón Pálmason:

Ég vil þakka sjútvn. fyrir afgreiðslu hennar á þessu máli. Jafnframt skal

ég geta þess, að ég hef fengið áætlun frá vitamálastjóra um kostnað við að gera þarna stórskipahöfn, og er hann nokkuð miklu hærri en farið er fram á í þessu frv. En þar sem áætlunin er miðuð við núverandi verðlag, ætla ég að láta það vera að flytja frekari brtt. við hafnarl., í von um, að Alþ. sýni þessu fyrirtæki hér eftir sem áður velvilja, þegar á þarf að halda, ef ekki verður lækkaður til muna sá kostnaður, þegar verður ráðizt í að fullgera þetta mannvirki, en fullgert verður það ekki talið, fyrr en þar er komin upp fullkomin stórskipahöfn.

Ég verð þess vegna að sjálfsögðu að taka með þökkum afgreiðslu sjútvn. og vona, að frv. gangi greiðlega gegnum þingið.