09.04.1941
Neðri deild: 34. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 731 í B-deild Alþingistíðinda. (1698)

83. mál, landskiptalög

Flm. (Steingrímur Steinþórsson) :

Ásamt hv. þm. Mýr. flyt ég þetta frv. til landskiptalaga. Gildandi landskiptalög eru frá árinu 1927, og hefur þeim, sem mest hafa með þau að gera og eiga að starfa eftir þeim, þ. e. ráðunautum Búnaðarfélagsins í jarðræktarmálum, virzt, að viss ákvæði þeirra væru orðin úrelt og þyrftu endurbóta við. Af þessum ástæðum hefur Búnaðarfélagið látið endurskoða lögin, og er þetta frv. árangur þess starfs. Get ég að mestu látið nægja að vísa til grg. frv., því þar er tekið fram um helztu nýmælin, sem í frv. felast. Ég vil þó geta þess, að einn aðalagnúinn á gildandi landskiptalögum er það, að ekki er ákveðinn neinn skiptagrundvöllur, heldur verður að leita samkomulags milli aðila í hvert skipti. En hér er svo ákveðið, að þar, sem hægt sé, skuli lagt til grundvallar jarðamatið frá. 1861. Að vísu getur svo farið, að ekki sé hægt að skipta eftir jarðamatinu frá 1861, því að ýmislegt getur komið til greina nú, sem ekki hefur verið komið til við það mat. En það, hve skiptagrundvöllurinn hefur verið lítið ákveðinn í gildandi 1., hefur oft valdið deilum og örðugleikum, sem hefði mátt komast hjá. Þetta er ein af stærstu breytingunum, sem frv. gerir ráð fyrir, en að öðru leyti læt ég nægja að vísa til grg. frv. Óska ég, að frv. verði vísað til 2. umr. og landbn.