14.05.1941
Efri deild: 60. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 741 í B-deild Alþingistíðinda. (1740)

123. mál, læknisvitjanasjóður

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson) : Út af ummælum, sem fram komu hér við 2. umr. málsins, vil ég geta þess, að n. hefur athugað frv. og það, hvort rétt mundi að gera breyt. á því, en komst að þeirri niðurstöðu, að þess væri ekki þörf. Með samtali við hv. aðalflm. frv. hef ég fullvissað mig um það, að enginn vafi er á því, að framlag ríkissjóðs og framlagið annars staðar að á að skiptast eftir hlutfallinu 2:1. Tel ég engan vafa leika á um þetta atriði og mæli því með, að frv. verði samþ. óbreytt.