17.03.1941
Neðri deild: 18. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 744 í B-deild Alþingistíðinda. (1747)

25. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Finnur Jónsson:

Af sérstakri nauðsyn Presthólahrepps get ég fallizt á þetta frv. hv. þm. N.-Þ. En að því er snertir fyrirvara minn eða rétt þann til að bera fram brtt., sem ég áskildi mér, er það að segja, að hann var miðaður við það, að ég vildi hafa óbundnar hendur til að ákveða afstöðu mína eftir því, hvaða viðtökur málið fengi hér í hv. d.

Í sambandi við brtt. hv. 5. þm. Reykv. vil ég taka það fram, að ákvæðið um það, að ríkisstj. yrði að veita leyfi til þess að verksmiðju mætti reisa, var sett í l. til að tryggja það, að ætið væri til í landinu nógur skipastóll fyrir þær verksmiðjur, sem starfandi væru, enda var Þá ríkissjóður búinn að leggja milljónir í síldarverksmiðjurnar, en nú virðist mér hæstv. atvmrh. hafa misbeitt þessu ákvæði, því að hann hefur t. d. meinað Siglufjarðarbæ að bæta við sína verksmiðju. Vegna þessarar misbeitingar hæstv. atvmrh. get ég fallizt á brtt. hv. 5. þm. Reykv., þ. e. fyrri hluta hennar. Ég er hins vegar mótfallinn síðari hlutanum.