05.05.1941
Sameinað þing: 12. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 119 í B-deild Alþingistíðinda. (177)

1. mál, fjárlög

Bjarni Ásgeirsson:

Ég á hér tvær brtt. á þskj. 376. Hv. frsm. fjvn. fór nokkrum orðum um þessar brtt. og kvaðst ekki geta mælt með þeim, enda hefði ég fengið mínar óskir uppfylltar umfram aðra þingmenn. Ég fór þarna fram á, eftir beiðni kjósenda minna, ríflegri upphæð en talað er um. Og ég get getið þess, að það, sem ég fór fram á, er aðeins lítið brot af því, sem þeim, sem eiga hlut að máli, datt í hug, enda er vegaþörfin þarna — í Álftanes- og Hraunhreppi — mjög brýn. Þegar ég las yfir brtt. fjvn., fannst mér vera of skammt gengið gagnvart mér. Þess vegna vildi ég gera tilraun til að bæta um. — Hins vegar mun ég verða við ósk hv. frsm. fjvn. að taka aftur till. mínar til 3. umr., og lýsi ég því hér með yfir.