13.05.1941
Efri deild: 59. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 755 í B-deild Alþingistíðinda. (1772)

25. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Magnús Jónsson:

Ég held, að frsm. n. álíti mig allt of stóran karl í þessu máli, ef hann heldur, að frá mér stafi einhver vandræði í því sambandi. Því atriði, sem ég minntist á, var aðeins hreyft af mér, vegna þess að ég áleit, að ef þetta stæði eins og það var í frv., þá gæti Þetta ákvæði orkað tvímælis, og l. eiga ekki að vera tvíræð.

Það er svo fjarri því, að þessi andmæli, sem hv. frsm. minntist á, séu komin frá mér. Ég hef ekki séð brtt. n. fyrr en nú, en mér sýnist svo sem hún muni ná mínum skilningi. Þar með vil ég ekki taka afstöðu til annarrar skarplegar orðaðrar till., sem kynni að koma frá hv. þm. Vestm.