16.05.1941
Neðri deild: 61. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 757 í B-deild Alþingistíðinda. (1784)

25. mál, síldarverksmiðjur ríkisins

Sigurður Kristjánsson:

Það hefur náttúrlega ekki við nein rök að styðjast, að það séu banaráð við frv., þótt því sé breytt í sama horf og Nd. gekk frá um daginn. Ég sé t. d., að bæði nefndarm. Alþfl. og Sjálfstfl. í sjútvn. Ed. hafa skrifað undir nál. fyrirvaralaust og virðast alls ekki hafa óskað eftir þeirri breyt., sem deildin gerði síðan. Og auk þess er það aðalspurningin, hvort Nd. ætlar að láta meiri hl. í Ed., og það mjög hæpinn meiri hl., segja sér fyrir verkum eða vera samkvæm sjálfri sér.