27.03.1941
Efri deild: 24. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 543 í B-deild Alþingistíðinda. (1832)

24. mál, varnir gegn útbreiðslu næmra sjúkdóma

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson) :

Um þetta mál er það sama að segja og það, sem síðast var afgr., að það er flutt af landlækni, hv. þm. N.-Ísf., og er bein afleiðing af því frv., sem var hér á dagskrá (þskj. 23.). Hér er að mestu leyti um formsatriði að ræða, — þessi gr. er tekin úr l. um varnir gegn því, að næmir sjúkdómar berist til landsins og sett í þessi 1., sem fjalla um líkt efni. N. hefur einnig athugað þetta frv. og leggur til, að það verði samþ. eins og það liggur fyrir.