14.05.1941
Neðri deild: 59. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 762 í B-deild Alþingistíðinda. (1845)

78. mál, búfjárrækt

Frsm. (Steingrímur Steinþórsson) :

Eins og nál. á þskj. 460 ber með sér, leggur landbn. til, að þetta frv. verði samþ. með einni lítilsháttar breyt., sem er í því fólgin að orða um 2. gr. frv. Að vísu hafði þessi gr. frv. verið orðuð um í hv. Ed. og stytt nokkuð frá því, sem var í frv. upphaflega. En landbn. virtist, að enn væru ákvæði í þeirri gr., sem betur ættu heima í reglugerð en í l., þ. e. ákvæðið um uppeldisstöð fyrir stóðhesta, og væri því ekki ástæða til að orða þá gr. öðruvísi en gert er ráð fyrir í till. n. í nál. N. sá ekki ástæðu til að taka fram í þessari gr. l., að þessi væntanlega uppeldisstofnun skyldi bundin við tilraunabú, þó að vísu sé heimilt 1. samkv. að stofna tilraunabú, sem hér um ræðir, undir umsjón atvinnudeildar háskólans, en ekki er enn hafinn undirbúningur til að stofna þau. N. sá ekki ástæðu til að setja þessa uppeldisstöð fyrir stóðhesta að neinu leyti í samband við slíkt tilraunabú undir umsjón atvinnudeildarinnar, en það getur vissulega orðið framkvæmt Þannig fyrir því, ef það þykir hentugt, þótt ekki sé það bundið í l. En uppeldisstöðin gæti orðið

sett á stofn áður en tilraunabúið væri stofnað, því að það mun verða hægt að stofna þessa uppeldisstöð án tilfinnanlegs kostnaðar.

Landbn. hefur hér á þskj. 460 tekið það upp, hverjar eru helztu breyt., sem gerðar eru á búfjárræktarl. með þessu frv., ef að 1. verður. Sé ég ekki ástæðu til að skýra það nánar en gert er í nál. Skal ég þó geta þess um fyrstu breyt., að hún hefur ofurlítið aukin útgjöld í för með sér fyrir ríkissjóð, sem er þó smáræði, en gr. er um það, að heimilt sé nautgriparæktarfélögum að stofna með sér sambönd, og njóta slík sambönd ofurlítils styrks úr ríkissjóði samkv. búfjárræktarl. Hins vegar er það meginatriði, sem hér er gert ráð fyrir með frv. að breyta, fyrirkomulagið um hrossasýningar, en það ákvæði mun ekki hafa teljandi aukin útgjöld í för með sér og e. t. v. engin aukin útgjöld. En það er ekki gott að segja nákvæmlega um það, hvaða kostnaðarauka muni af þessari breytingu leiða. — Þetta eru höfuðbreyt. á búfjárræktarlögunum, sem gera á með þessu frv.

Í ákvæðum til bráðabirgða, sem frv. gerir ráð fyrir, að bætt verði við búfjárræktarl., er ætlazt til, að greiddar verði verðstuðulsuppbætur á styrki til búfjárræktar eftir sömu reglum og þær eru greiddar á laun embættismanna og starfsmanna ríkisins og allra launamanna í okkar þjóðfélagi. En meginhlutinn af því fé, sem fer til búfjárræktar, fer til launagreiðslu starfsmanna nautgriparæktarfélaga og fóðurbirgðafélaga, sem fá laun af þessum styrk fyrir vinnu í þágu þessara félaga. Þess vegna virðist það ekki nema réttlátt og algerlega í framhaldi af því, sem gert hefur verið á öðrum sviðum, að þessar verðlagsuppbætur verði greiddar. Og það er á þessum grundvelli, sem landbn. hefur fallizt á þessar till., sem í fyrstu eru samþ. af búnaðarþingi og sendar þaðan hingað til hæstv. Alþ.

Að öðru leyti sé ég ekki ástæðu til að hafa fleiri orð um þetta mál, því að bæði er það, að upphaflega frv. fylgdi ýtarleg grg. og svo hefur landbn. á þskj. 460 gert enn frekari grein fyrir þeim breyt., sem hér liggja fyrir. En eins og ég hef þegar fram tekið, leggur landbn. til, að frv. verði samþ. með þeirri einu breyt. á.2. gr., að hún verði orðuð um, eins og fram er tekið á þskj. 460.