06.05.1941
Neðri deild: 52. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 783 í B-deild Alþingistíðinda. (1908)

79. mál, landnám ríkisins

Eiríkur Einarsson:

Brtt. sú, er ég hef borið fram á þskj. 231, þarf ekki langrar umsagnar, því að hún skýrir sig að mestu sjálf. Ég bar fram till. með hliðsjón til þess, að ég tel það rétta stefnu, að þegar um er að ræða stofnun smábýla, þá eigi hlutaðeigandi sveitarfélag rétt til að hafa hlutdeild um það, hverjir bætast inn í hinn þrönga hring sveitarfélagsins, því að næst á eftir hagsmunum heimilisins séu hagsmunir sveitarfélagsins hinir næmustu og mestu, þegar um slíkt er að ræða. Ég tel víst, ef þetta frv. verður að 1. — og við skulum vænta, að það eigi með framþróun að verða meira en lagasetningin ein, — að þá megi gera ráð fyrir, að nokkurt rót komist á í ýmsum sveitarfélögum á þennan hátt. Ég tel því ekkert náttúrlegra en að sveitarstj. megi hafa hönd í bagga um þetta, eftir því sem hentugast yrði að teljast fyrir sveitarfélögin, um það að ákveða, að það land verði tekið til ræktunar, sem hentugast þykir. Sveitarfélögin eiga mikilla hagsmuna að gæta að því er það snertir, að sem bezt sé samræmt það, að það land verði tekið til ræktunar, sem hentugt þykir, og að ekki verði meir en nauðsynlegt er gengið á rétt þeirra býla, sem fyrir. eru. Hér er ekki verið að heimta, að sveitarstj. fái einræðisvald, en till. mínar lúta að því, að sveitarstj. eigi sinn þýðingamikla íhlutunareða meðráðarétt í þessu efni. Og ég sé ekki betur en þetta sé viðurkennt í grundvallaratriðum í ísl. lagasetningu, þar sem er það ákvæði ábúðarl., að sá, sem setið hefur á jörð, á forkaupsrétt til hennar, en hreppurinn, ef hann gengur frá. Þetta er ekki af handahófi þar sett, heldur af sömu ástæðum og þeim, er komu mér til að bera fram brtt. mínar.

Ég geri ráð fyrir því í brtt. mínum, að skjóta megi málum áfram til Búnaðarfélags Íslands, en síðan til landbrh. Ætti með þessu að vera tryggt, að ekki þurfi að koma til verulegs ágreinings.

Þá er síðari liður brtt. minna. Við skulum gera ráð fyrir því, að samkv. stefnu þeirri, sem uppi er og réttmæt telst, verði að koma einhverju fólki úr kaupstöðum í sveit, til þess að sporna við þeim óheppilegu hlutföllum, sem valdið hafa fólksfæð í sveitum; en offjölgun í kaupstöðum. Þá kemur það til, að ég tel búendur í sveitum varnarlausa, ef þeim er ekki ákveðinn nokkur réttur um það að ákveða, hverjir þyrpast inn fyrir vébönd sveitarfélagsins. Ég áleit, að ekki vær í neina eðlilegt, að stj. þessara framkvæmda, nýbýlastj., hefði þetta með höndum, en hreppsn. væri þó þar með í samráði. Og ég sé ekkert á móti því, ef svo ólíklega færi, að þar yrði ekki samkomulag, milli sveitarstj. og landb.ráðuneytis, að þá skæri vilji hreppsn. úr, eins og lagt er til í brtt. Er nokkur trygging í því, ef til ágreinings kemur, að hreppsn. hafi úrskurðarvald, því að enginn aðili hefur næmari þekkingu á þörfum sveitarfélagsins en hún.

Ég hirði svo ekki að lengja fund með því að tefja umr. um þetta mál, en tek það fram, að ég er þakklátur hv. landbn. Nd fyrir skilning þann, er hún hefur sýni því.