25.04.1941
Neðri deild: 44. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 788 í B-deild Alþingistíðinda. (1928)

95. mál, lax og silungsveiði

Frsm. (Jón Pálmason) :

Þetta frv. fer fram á frekar lítilfjörlegar breyt. á l. um lax- og silungsveiði. Aðaltilgangur þess er að gera skýrari ákvæðin um stofnun og starfssvið veiðifélaga. Landbn. hefur fallizt á að mæla með frv. með þeirri breyt., að heimilt sé að ákveða fleiri veiðiaðferðir og veiðitæki en verða mundi að 1. gr. frv. óbreyttri, og n. vill ekki heldur fallast á, að banna megi með öllu silungsveiði í ám, sem félagið nær til. Brtt. n. í þessa átt er á þskj. 241.

Það er nauðsyn, að lög um þessi efni séu glögg og ótvíræð. Ég vænti þess, að hv. þd. fallist á frv. ásamt brtt. og láti það ganga fram.