23.04.1941
Neðri deild: 43. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 794 í B-deild Alþingistíðinda. (1949)

119. mál, verðlagsuppbót til héraðsgagnfræða og húsmæðraskóla

Flm. (Ásgeir Ásgeirsson) :

Okkur flm. þótti rétt að bera þetta fram sem sérstakt frv. Í l. stendur, að héraðsskólunum sé veittur styrkur, en ekki laun til starfsemi. Nú er orðin allmikil hækkun á öllum útgjaldaliðum skólanna, og þess vegna er rétt, að greidd verði verðlagsuppbót ekki einungis á laun, heldur einnig á styrki, sem veittir eru til annarra þarfa. Við flm. ætlumst til, ef frv. verður samþ., að það nái einnig til síðasta árs. Fleiri skóla mætti og setja undir þessi ákvæði. Mætti t. d. nefna húsmæðraskólana, og munum við taka það til athugunar.

Svo óska ég þess, að málinu verði vísað til 2. umr. og fjhn.