06.05.1941
Neðri deild: 52. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 795 í B-deild Alþingistíðinda. (1956)

119. mál, verðlagsuppbót til héraðsgagnfræða og húsmæðraskóla

Emil Jónsson:

Við 1. umr. frv. beindi ég þeirri ósk til n., sem fékk mál þetta til meðferðar, hvort hún sæi sér ekki fært með einhverju móti, þó það væri ekki í frv. formi, að láta vilja sinn koma í ljós um greiðslu verðlagsuppbótar til tveggja annarra skóla, sem líkt er ástatt um, en það eru iðnskólar og unglingaskólar í kaupstöðum. Eru engin lagaákvæði til, sem veita þessum skólum rétt til verðlagsuppbótarinnar, sem þeir eiga þó fullan rétt á, engu síður en héraðsskólarnir. Nú hefur n. ekki látið neitt uppi um það í nál., hvort hún vildi verða við þessari ósk minni, og ég vildi gjarnan fá upplýsingar um, hvort hún ætlaði ekki að taka þetta mál til athugunar.