06.05.1941
Neðri deild: 52. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 795 í B-deild Alþingistíðinda. (1957)

119. mál, verðlagsuppbót til héraðsgagnfræða og húsmæðraskóla

Ásgeir Ásgeirsson:

Ég ætla aðeins að taka undir till. hæstv. viðskmrh. á þskj. 251. En út af því, sem hv. þm. Ísaf. sagði, vil ég beina þeirri fyrirspurn til hv. frsm. n. og hæstv. fjmrh., verður uppbót til húsmæðrafræðslu í sveitum, þá verði hún að sjálfsögðu greidd til húsmæðrafræðslu í kaupstöðum. Að vísu bendir orðalag frv. og brtt. ekki til þess, en hér er um algerlega hliðstæðar stofnanir að ræða. Ástæðan fyrir því, að hæstv. viðskmrh. hefur ekki nefnt húsmæðrafræðslu í kaupstöðum í sinni brtt., mun vera sú, að frv.. þetta er enn óafgreitt, og fengist yfirlýsing hæstv. fjmrh. um þetta atriði, mundi það jafngilda fullkomnu samþykki hv. þd.