12.05.1941
Neðri deild: 57. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 796 í B-deild Alþingistíðinda. (1968)

119. mál, verðlagsuppbót til héraðsgagnfræða og húsmæðraskóla

Frsm. (Sveinbjörn Högnason) :

Það hafði komið fram fyrir spurn, þegar málið var til 2. umr., um greiðslu verðlagsuppbótar á styrk til iðnfræðslu og unglingafræðslu. Málinu var vísað til n. til athugunar. Hæstv. fjmrh. lýsti síðan yfir því, að fyrir árið 1941 sé veitt uppbót til iðnfræðslunnar, en á hinn bóginn telji hann eðlilegt að fá hækkaða fjárveiting til unglingafræðslu.

Brtt. á þskj. 395, frá hæstv. viðskmrh., er n. sammála um, að sé réttmæt.