13.05.1941
Neðri deild: 58. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 846 í B-deild Alþingistíðinda. (2063)

69. mál, jarðakaup ríkisins vegna kauptúna og sjávarþorpa

Skúli Guðmundsson:

Hv. þm. Borgf. segir, að það sé misskilningur hjá okkur, að ekki sé til ætlazt, að bætur komi fyrir eignarnám. En það er bara gott að taka af allan vafa. Hv. þm. sagði líka, að hann teldi eðlilegt, að þegar tekið er land úr öðrum hreppi, yrði það ekki gert nema með sérstökum 1., ef ekki næst samkomulag. En ég vil benda honum á, að eins og brtt. þeirra við b-lið er orðuð, er ekki gert ráð fyrir slíku samkomulagi. Hún segir það skilyrðislaust, að þetta skuli gert með sérstökum 1. Ég vil skjóta því til n., hvort hún vill ekki taka till. sína aftur til 3. umr., og við tökum þá okkar till. aftur líka.