23.05.1941
Efri deild: 66. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 848 í B-deild Alþingistíðinda. (2071)

69. mál, jarðakaup ríkisins vegna kauptúna og sjávarþorpa

Frsm. (Páll Zóphóníasson) :

Herra forseti! Þetta frv. er hingað komið. aftur frá Nd. og hefur tekið þar lítilfjörlegri breyt., sem er komin til af því, að hér í hv. d. var sett í frv. ákvæði um það, að ef land lægi í öðrum hreppi, væri heimilt að taka það, ef það lægi upp að hreppamörkum, og þá var gert ráð fyrir, að hreppamörkunum væri breytt. Þetta þótti hv. Nd. ekki nógu skýrt, til dæmis það, hvernig færi með útsvars- og tekjumissi. Við í Ed. höfðum litið svo á, að það væri sjálfsagður hlutur, að þar réði mat og ekki þyrfti að taka það sérstaklega fram í 1. Hv. Nd. hefur nú sem sagt gert lítils háttar breyt. hér á, og er þar skýrar að orði kveðið en hjá okkur, og tel ég sjálfsagt að samþ. frv. með þeirri breyt.