21.04.1941
Neðri deild: 41. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 848 í B-deild Alþingistíðinda. (2074)

110. mál, húsmæðrafræðsla í kaupstöðum

Frsm. (Ásgeir Ásgeirsson) :

Í menntmn. liggja fyrir tvö bréf. Annað er um hússtjórnarskóla í Reykjavík og hitt er um kennaraskóla fyrir húsmæðrakennslukonur. N. taldi rétt að slengja báðum þessum málum saman í eitt frv.

Á Alþingi 1938 voru afgr. 1. um húsmæðrafræðslu í sveitum, og þá var heitið að setja innan skamms l. um húsmæðrafræðslu í kaupstöðum. Frv. er hér komið fram. Ákvæðin í frv. eru hin sömu og í 1. um húsmæðrafræðslu í sveitum og auk þess getið um nýjan húsmæðraskóla hér í Reykjavík.

Um styrkveitingu, sem minnzt er á í frv., er líkt farið og áður. Húsmæðraskólinn á Ísafirði kemur því til með að njóta líks styrks og áður, en þó lítið eitt ríflegri. Í 8. gr. hefur orðið prentvilla, og er það ósk mín, að skrifstofan leiðrétti hana, svo ekki þurfi að koma hér fram með brtt.

Ég tel svo ekki ástæðu til að ræða þetta frekar, því grg. er mjög skýr og ýtarleg.