17.04.1941
Efri deild: 37. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 881 í B-deild Alþingistíðinda. (2159)

101. mál, byggingar og landnámssjóður

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Ég skal þegar í upphafi taka það fram, að þó að þetta frv. sé talið borið fram af landbn. Ed., þá hefur einn nm. vegna veikinda ekki getað tekið að fullu þátt í afgreiðslu málsins, en við aðrir nm. höfum afgr. það til d., og þess vegna getur verið, að frá hans hendi eða hans flokks komi aths. um málið, og atkv. hans er auðvitað óbundið í því máli.

En þetta frv. er þannig til orðið, að skipuð var milliþn. milli síðustu búnaðarþinga til að fjalla um ýmis landbúnaðarmál, og þá var búið til uppkast að frv. um breyt. á 1. um byggingar- og landnámssjóð. Það var að mörgu leyti frá

brugðið þessu frv. og meira miðað við þá breyt., sem gert var ráð fyrir, að yrði gerð á jarðræktarlögunum, sérstaklega við niðurfellingu 17. gr. l., en nokkur atriði voru þó, sem ekki voru bundin við það og einnig koma fram hér. En frv. þessarar milliþn. var vísað til allshn. á búnaðarþinginu, en hún skilaði ekki beinlínis áliti um það, en gerði till. um ýmsa liði þess.

Efni þessa frv. er aðallega það, að endurbyggingarstyrkur inn til húsa í sveitum er tvöfaldaður og hann er hækkaður úr 125 þús. kr. upp í ¼ millj. á ári, og um leið var gerð ráðstöfun til þess, að þótt þessi styrkur sé ekki notaður eitt eða fleiri ár, verði hann samt sem áður greiddur úr ríkissjóði og ávaxtaður í sérstökum sjóði, þangað til þörf er á honum síðar meir. Því oft getur verið, að ekki sé hægt að koma því við að byggja hús í sveitum, vegna dýrtíðar eða annarra orsaka, og þá verði þar af leiðandi enn þá meiri eftirspurn eftir efni og meira byggt á næstu árum, svo ekki er ástæða til að láta styrksheimildina falla niður, þótt einhver ár verði ekki nauðsynlegt að vinna fyrir henni allri.

Þá var einnig gert ráð fyrir hækkun byggingarstyrksins til hvers einstaklings, en sú hækkun ekki ákveðin í krónutali, heldur þótti fara betur á því, að þessi styrkur, sem leggja mætti til byggingar í sveitum, væri látinn hækka samkv. vísitölu þeirri, sem hagstofan reiknaði út á ár í hverju og miðaður væri við árið 1939, og eftir því, sem byggingarkostnaðurinn hækkaði eða lækkaði, eftir því yrði styrkurinn ríflegri eða minni til hvers einstaklings samkv. þessu frv. Það var gert ráð fyrir, að þessi styrkur mundi þá hækka verulega, og þess vegna var ákveðið hámark á þessum lið, að í stað 6 þús. kr. mætti koma 8 þús. kr., og þá yrði 3. gr. 1. einnig breytt vegna þessarar hækkunar, þannig að tillag ríkissjóðs til byggingarsjóðs yrði hækkað um. 50 þús. kr., upp í 250 þús. kr.

Þá var hér og eitt nýmæli sett. Það er um breyt. á stjórn nýbýla og lagt er til, að starf nýbýlastjóra verði lagt niður og einnig nýbýlanefnd, en í stað þess komi ein stofnun, nýbýlastjórn, þar sem formaður er skipaður af landbrh., og hann hafi þau störf, sem nýbýlastjóra voru ætluð. Aðrir stjórnendur skulu kosnir hlutfallskosningu til 4 ára af landbn. Alþingis. Verksvið þessarar nýbýlastjórnar verður svipað og höfð væri n. og nýbýlastjóri sameiginlega. þessi gr. frv. gengur út á það eitt að sameina þetta, láta nýbýlastjórn koma í staðinn fyrir nýbýlanefnd og nýbýlastjóra, eins og nú er samkv. l. Í þessu frv. eru einnig ákvæði um að hækka styrkinn til nýbýla um þús. kr. hámark og eins lán um þús. kr., þannig að það verði alls 9 þús. kr. í stað 7 þús. kr., sem áður var.

Þetta er nú aðalkjarni þessa máls. Annars er rækilega tekið fram í grg, frv. um þetta. Ég vil nú ekki fara fleiri orðum um þetta, enda liggur það ljóst fyrir hv. d., og vænti þess, að málinu verði vísað til 2. umr.