25.04.1941
Efri deild: 44. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 895 í B-deild Alþingistíðinda. (2206)

122. mál, verkamannabústaðir

Jóhann Jósefsson:

Herra forseti! Mér dettur í hug, þegar svona frv. kemur fram, að beina þeirri spurningu til allshn., hvort hún yfirleitt sé þeirrar skoðunar, að framlög til verklegra framkvæmda þurfi sams konar aðgerða eins og hér er fyrirhugað með þessu frv. Mér virðist það geta komið til með að skipta allmiklu máli, þegar fé er veitt til verklegra framkvæmda, hvað miklu minna verður úr krónunni sökum hinnar hækkandi vísitölu, en þó vitanlega ekki alltaf vegna byggingarvísitölunnar, heldur einnig hinnar, sem hv. 1. þm. N.-M. minntist á. Ég vildi gjarnan heyra álit frsm. n. um þetta atriði. (SÁÓ: Ég skildi ekki vel, hvað hv. þm, átti við). Ég meinti það, að ég vildi gjarnan heyra álit frsm. n. um það, hvort n. liti þannig á, að fjárframlög til verklegra framkvæmda, sem nú eru í 1. eða kynnu að verða eftir þetta þing, eigi að fá svipaðar aðgerðir eins og byggingarsjóður fyrir verkamannabústaði á að fá eftir þessu frv. Ég vona, að hv. þm. skilji nú, hvað ég á við.