25.04.1941
Efri deild: 44. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 895 í B-deild Alþingistíðinda. (2207)

122. mál, verkamannabústaðir

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson) :

Það liggur í augum uppi, að ég get ekki svarað þessu f. h. n. og rætt sérstaklega þessa hlið málsins. Ég hef ekkert umboð til að túlka skoðanir annarra manna í n. Hvað áhrærir sjálft frv., þá skil ég það svo, að fari þannig, að ekki verði hægt að grípa til framkvæmda, verði þetta fé lagt til hliðar og geymt þar til möguleikar verða til framkvæmda. Ég skal geta þess, að nú hefur verið útbýtt nál. fjvn., og eru þar mjög auknar upphæðir til verklegra framkvæmda, sem jafnvel er gert ráð fyrir, að ekki verði hægt að framkvæma á þessu ári, og mér skilst á því nál., að það beri að leggja slíkar fjárhæðir til hliðar, þar til heppilegri tímar verða til framkvæmda. Ég býst við, að þetta sé í samræmi við þá stefnu, sem virðist ríkja í þinginu, að verði ekki hægt að framkvæma það, sem nú er áætlað, þá skuli slíkar upphæðir geymast til betri tíma.