25.04.1941
Efri deild: 44. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 896 í B-deild Alþingistíðinda. (2210)

122. mál, verkamannabústaðir

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson) :

Ég ætla aðeins að segja fáein orð út af ræðum hv. þm. Vestm. og hv. þm. Hafnf. Ég vil taka það fram, að ég hef ekkert vald til þess að lýsa yfir skoðun n. um þetta atriði. Ég geri ráð fyrir, að dýrtíðaruppbót verði greidd, þar sem þess er getið í l., að svo skuli gert. En í flestum tilfellum verða menn að gera það upp við sig sjálfa, hvort það er réttlátt eða ekki. Hér er borið fram frv., sem felur það í sér, að greidd sé dýrtíðaruppbót á verk, sem ekki eru líkur til, að verði unnin á þessu ári, eins og byggingar í sveitum, og sé ég ekki að það geri neinn mismun, úr því horfið er að þessari stefnu.