02.05.1941
Efri deild: 49. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 897 í B-deild Alþingistíðinda. (2217)

122. mál, verkamannabústaðir

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson) :

Viðvíkjandi því, sem hv. 1. þm. N.-M. sagði, vil ég taka það fram, að það má auðvitað deila um það, við hvora vísitöluna miða skal. Ég álít, að það skipti ákaflega litlu máli, við hvora þeirra er miðað. Og ég sé enga ástæðu til þess þess vegna að draga að afgr. málið. Þetta er sennilega líka svona meira formsatriði hjá hv. þm. Ég hefði heldur óskað eftir, að málið gengi áfram, og fyrir þetta eina atriði bið ég ekki um frestun.

Ef það er hins vegar vilji d., þá verð ég að sætta mig við það, að umr. sé frestað.