05.05.1941
Efri deild: 52. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 929 í B-deild Alþingistíðinda. (2374)

139. mál, stríðsslysatrygging sjómanna

Félmrh. (Stefán Jóh. Stefánsson) :

Það þarf ekki að láta fylgja þessu frv. mörg orð. Eins og grg. ber með sér, er það flutt eftir ósk minni í samræmi v ið það, sem talað var um innan ríkisstj., og í þeim tilgangi, að fullnægt verði ákvæðum í nýgerðum samningi milli sjómannafélaganna og eigenda íslenzkra farskipa, sem þar áttu hlut að máli.

Fyrri gr. er um breyt. á skipulagi stríðstryggingarfélaganna, sem annast þessa vátryggingu og hafa gert það frá því að til hennar var stofnað í upphafi. Sú skipulagsbreyt. á rætur sínar að rekja til ákvæða 2. gr., þar sem slysatryggingin skal hækkuð um helming frá því, sem áður var. En þessa tryggingu skal greiða með öðrum hætti en sem lífeyri til eftirlátinna ættmenna þeirra sjómanna, sem kynnu að farast af stríðsslysum.

Hefur orðið fullt samkomulag um frv. þetta milli útgerðarmanna og sjómanna og gert í samráði við ríkisstj. Hér er því ekkert annað að gera en staðfesta vilja allra aðilanna. Ég tel, að málið þurfi ekki að fara til n. og vona, að það gangi greiðlega gegnum þingið.