07.06.1941
Efri deild: 73. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 932 í B-deild Alþingistíðinda. (2392)

139. mál, stríðsslysatrygging sjómanna

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson):

Herra forseti! Mér þykir hlýða að geta nokkuð um þær breyt., sem þetta frv. hefur tekið í Nd.

1. breyt. er við 1. gr. l., 1. málsl., og er það aðalbreyt. Fjallar hún um það, að fjögurra smálesta skip skuli vera lágmark þeirra skipa, sem skylt er að tryggja. Skip, sem eru fyrir neðan 4 rúmlestir, eru ekki tryggð.

Hin breyt. er við 2. gr. 1. og gengur út á það, að skylt sé að kaupa stríðsvátryggingu hjá Stríðsvátryggingafélagi íslenzkra skipshafna fyrir svo háa upphæð sem félagsstjórnin telur fært. Þá er þar rætt um endurtryggingar, að taka skuli þær, ef þær eru fáanlegar, en sé svo ekki eða aðeins að nokkru leyti, þá skuli ríkissjóður ábyrgjast það, sem á vantar fulla tryggingu. Þetta er svo í 1. bundið við vissa upphæð, sem ríkisstj. leggur fram í þessu skyni.

Þá koma ákvæði um iðgjöld þeirra, sem fiskveiðar stunda á fiskiskipum hér við land, en sigla ekki. Er iðgjaldið ákveðið 4 kr. á skipverja á viku, en ríkissjóður tekur að sér að greiða það, sem á kann að vanta, svo að þörf félagsins sé fullnægt. Enn fremur er svo kveðið á, að „bonus“ eigi fyrst og fremst að ganga til endurgreiðslu á framlagi ríkissjóðs.

Þetta nýja ákvæði er í raun og veru það samkomulag, sem hefur verið rætt um í þessari d., að verið væri að reyna að komast að. En það kemur fyrst fram hér í d. sem breyt. á frv., gerð í Nd.

Ég held, að þetta sé í samræmi við vilja meðnm. minna, þótt ég hafi ekki haft tækifæri til að ræða þetta við þá nú, því þetta er aðeins uppfylling á því loforði, sem fékkst með samkomulaginu. Og vona ég svo, að frv. verði samþ.