16.05.1941
Neðri deild: 61. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 951 í B-deild Alþingistíðinda. (2440)

94. mál, girðingar til varnar gegn útbreiðslu sauðfjársjúkdóma og fjárskipta

Helgi Jónasson:

Herra foresti! Við 2. umr. bar ég fram ásamt hv. þm. A.-Sk. rökstudda dagskrá, sem ég eftir beiðni hv. form. landbn. tók aftur til 3. umr.

Nú kem ég ásamt hv. þm. V.-Sk. með brtt., því að fari svo ólíklega, að dagskráin verði felld, þá leggjum við til, að 4. gr. frv. verði felld niður, sem fer fram á 1/3 gjald úr sveitarsjóðum, því að ef dagskráin verður ekki samþ., Þá viljum við bæta úr þeim órétti, sem yrði framinn á sveitarfélögum samkv. frv. eins og það er nú.

Ég þarf svo ekki fleira um þetta að segja, en vona aðeins, að ef dagskráin verður felld, þá verði brtt. samþ.