07.06.1941
Efri deild: 73. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 952 í B-deild Alþingistíðinda. (2450)

94. mál, girðingar til varnar gegn útbreiðslu sauðfjársjúkdóma og fjárskipta

Frsm. (Þorsteinn Þorsteinsson) :

Frv. það, sem hér er til umr., hefur verið undirbúið og að mestu leyti samið á s. l. búnaðarþingi. Síðan hefur það verið athugað í landbn. Nd. og gengið lítið breytt gegnum þá deild. Aðalefni frv. er að ákveða, hverjar skuli vera aðalvarnarlínur, hvernig þær skuli gerðar og við haldið o. s. frv., en II-III. kafli eru aðallega um fjárskipti. Þar ræðir um aðferðir til að halda smitandi búfjárveiki innan sérstakra svæða og útrýma henni þar og hindra smitun á milli girðingahólfa. Enn fremur segir þar, hvernig ríkissjóður skuli leggja fram fé til flutninga fjár úr ósýktum héruðum inn á niður skurðarsvæði og ýmislegs annars kostnaðar, sem af þessum aðgerðum stafar. — Frv. hefur mjög lítið verið breytt, eins og ég sagði, og landbn. Ed. hefur orðið sammála um að leggja til, að það verði samþ. með ekki miklum breytingum.

Í 2. gr. ræðir um fjárframlag til varnargirðinga. Við leggjum til að orða þar síðustu málsgr. svo, að girðingarnar, þær, sem ekki eru þegar fullgerðar, skuli kostaðar af ríkinu og lagðar, þegar sauðfjársjúkdóman. telur það nauðsynlegt og fé er veitt til þess í fjárlögum, enda sé í hvert skipti leitað samþykkis landbrh.

Önnur brtt. n. á sama þskj., 643, er aðeins til þess að gera greinilegri nokkur ákvæði 4. gr., og er það atriðið helzt, að sauðfjársjúkdóman. skuli ákveða, þá er girðingar hafa verið lagðar, hvenær þær falli undir ákvæði þessara 1., en undan ákvæðum 1. um varnir gegn útbreiðslu næmra sauðfjársjúkdóma og stuðning til bænda, er bíða tjón af þeim, — og skuli úr því kosta viðhald þeirra og endurbyggingu að 2/3 úr ríkissjóði, en 1/3 úr sýslusjóði. Um leið leggjum við til að fella niður tvær síðustu málsgr, téðrar greinar.

Við 5. gr. leggjum við aðeins til að breyta „mæðiveikin.“ á tveim stöðum í „sauðfjársjúkdóman.“ og eins hvarvetna, þar sem orðið kemur fyrir í II.–V. kafla frv. Loks vildum við orða um 6. greinina og fella þar niður málsgr., sem virðist ónauðsynleg, þar sem ekki er nú gert ráð fyrir, að sauðfjársjúkdóman. leggi niður störf sín.

Á þskj. 688, frá landbn., eru ekki mikilvægar breytingar, prentvilla leiðrétt í 19. gr., tilvísun í hegningarl. í 21. gr. miðuð við 175. gr. þeirra, eins og liggur í hlutarins eðli, aftan við 22. gr. þurfa að bætast orðin ,,sbr. þó 18. gr.“, — því að sérstaklega stendur á, ef líflömb eru flutt milli héraða, — í 20. gr. þarf að bæta tilvitnun í hin nýju l. frá þessu þingi um varnir gegn útleiðslu næmra sauðfjársjúkdóma, og er greinin því orðuð um, — og að síðustu töldum við ekki nauðsynlega fyrri málsgr. 33. gr., þar sem I. kafli ákveður um gildistöku og framkvæmd ákvæða sinna, og viljum við fella málsgr. niður.

Við leggjum til, að frv. verði samþ. að fengnum þessum breytingum.