10.05.1941
Efri deild: 57. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 957 í B-deild Alþingistíðinda. (2482)

140. mál, bankavaxtabréf

Frsm. (Sigurjón Á. Ólafsson) :

Herra forseti! Fjhn. hefur leyft sér að flytja brtt. við þetta frv. á þskj. 426, og er það nánast leiðrétting við frv.

Breytingarnar eru í fyrsta lagi, að í staðinn fyrir „fjármálaráðherra“ á 4 stöðum í frv. komi: ráðherra. — Frv. er byggt á eldri venjum, ný skv. þeim heyra þessi mál undir fjmrh. Nú heyra þau að sjálfsögðu undir viðskmrh., og þess vegna er nauðsynlegt að binda það ekki við neitt sérstakt heiti.

Hin breytingin er undir b-lið, að í staðinn fyrir „2“ í 1. gr. komi : 3, — sem augsýnilega er prentvilla.

Nefndin vildi leiðrétta þetta og væntir þess, að hv. deild fallist á það.