04.06.1941
Neðri deild: 70. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 958 í B-deild Alþingistíðinda. (2490)

140. mál, bankavaxtabréf

Eiríkur Einarsson:

Það er ekki ótvírætt orðalag á fyrri brtt. n., þar sem talað er um auglýsingu á 5 ára fresti. Á n. við það, að auglýsa skuli 5 árum áður en 20 ára tímabilið er liðið?

Um hitt atriðið vil ég segja það, að ef svo stæði á um verðlag í landinu, að hærra verð fengist en gangverð fyrir bréfin, er eiginlega órétt, að hinir ómyndugu sæti verri kjörum en aðrir, enda hefur hingað til mátt verja fé þeirra

í þann hátt, sem arðvænlegastur hefur verið og tryggastur þótt. Ég vil, að þeir sæti á engum tíma verri fjárhagslegum kjörum en aðrir.