04.06.1941
Neðri deild: 70. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 959 í B-deild Alþingistíðinda. (2491)

140. mál, bankavaxtabréf

Frsm. (Þorsteinn Briem):

Út af fyrirspurn hv. þm. um brtt. n. við 18. gr. skal ég taka það fram, að n. á við það, að auglýsa skuli 5. hvert ár um bréf, sem ekki hefur verið vitjað vaxta eða höfuðstóls af í 20 ár.

Um brtt. við 23. gr. er því til að svara, að n. sá, að miðað við örstuttan tíma gat það verið vaxtatjón fyrir hina ómyndugu að mega ekki kaupa hvað háu verði sem er. En n. þótti það bera of mikinn keim af spekulation, ef þetta væri gefið alveg frjálst, enda minntist n. þess, að í síðasta stríði voru verðbréfin há, bankavaxtabréfin komust upp undir nafnverð, en féllu svo á 3 missirum um 17%. Og þegar um ómyndugra fé er að ræða, er hér of mikið lagt í hættu.