12.06.1941
Neðri deild: 77. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 965 í B-deild Alþingistíðinda. (2515)

140. mál, bankavaxtabréf

Frsm. (Þorsteinn Briem) :

Ég býst nú ekki við, að það sé meiningin hjá n. að fara í kapp um þetta ákvæði, en ég hygg, að ef Landsbankanum litist rétt að lækka vextina ofan í 4½%, þá mundi sjaldan eða aldrei koma til þess, að bréfin seldust yfir nafnverði. Og þetta ákvæði mundi heldur herða á bankanum um að lækka vextina. Enn fremur taldi n. rétt, að þetta ákvæði héldist í 1., því þetta er svo sem engan veginn nýtt ákvæði, heldur hefur það verið í 1. um alla 12 veðdeildarflokkana.

Það er rétt, að nokkur munur er orðinn á vöxtum af bankainnstæðum og veðdeildarbréfum. Nú mun vera greitt 3% á sparisjóðsreikningi, og 3½% af innstæðu á innlánsskírteini undir 25 þús. kr., en lægri vextir, þegar kemur yfir þá upphæð.

N. væntir þess, að a. m. k. fyrri hluti brtt. verði samþykktur, um skráð verð hjá Landsbanka Íslands, því allir eru sammála um nauðsyn þess að koma fastri skráningu á veðbréfin.