12.06.1941
Neðri deild: 77. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 965 í B-deild Alþingistíðinda. (2516)

140. mál, bankavaxtabréf

Viðskmrh. (Eysteinn Jónsson) :

Ég vil nú ekki heldur fara að gera þetta að kappsmáli. En út af ummælum hv. frsm. vil ég sérstaklega mæla með, að fyrri hluti till. verði samþ., því að það ákvæði mundi gefa nokkurt aðhald um skráningu bréfa.

Hér lá fyrir þinginu frv., sem ég átti þátt í, um kaupþing, en það var svæft í hv. Ed. og mun ekki vakna til lífsins aftur á þessu þingi. En meðan ekki er samþ. sú framtíðarlausn, sem í því felst, þá get ég mjög vel fallizt á þetta. Enda er Landsbankinn þegar byrjaður að undirbúa þetta.