25.04.1941
Neðri deild: 44. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 977 í B-deild Alþingistíðinda. (2543)

70. mál, Háskóli Íslands

Forseti (JörB) :

Mér er nokkur vandi á höndum. Ég vildi fyrir engan mun tefja málið, en það er ef til vill mín sök, að hæstv. forsrh. er hér eigi nærstaddur, þar sem ég sagði honum ekki, að ég mundi taka málið á dagskrá í dag. Ég vil ekki heldur skaða málið með því að flýta því um of og mun því sakir allrar var færni taka málið af dagskrá. Það er rétt, að málið hefur verið lengi í deildinni, og hef ég þrásinnis fengið tilmæli um að taka það ekki fyrir að svo stöddu. En nú vænti ég þess fastlega, að menn fari að geta tekið ákvarðanir sínar í málinu.