09.06.1941
Sameinað þing: 25. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 208 í B-deild Alþingistíðinda. (255)

1. mál, fjárlög

Forseti (HG) :

Út af orðum hv. 1. þm. Skagf. vil ég taka það fram, að fjárlagafrv. hefur verið undirbúið og tekið fyrir til afgreiðslu í samráði við hæstv. fjmrh. og hv. fjvn. Og það var einnig nú gert eftir ósk hæstv. fjmrh.

Hv. 1. þm. Skagf. og öðrum hv. þm. er kunnugt um það, að það virðist ómögulegt að haga afgreiðslu þingmála þannig, að allir hv. þm. geti verið við. Og sú hefur reynslan verið, að einn þm. hefur vantað í dag og annan á morgun.