03.05.1941
Neðri deild: 50. fundur, 56. löggjafarþing.
Sjá dálk 992 í B-deild Alþingistíðinda. (2562)

70. mál, Háskóli Íslands

Skúli Guðmundsson:

Það virðist vera allmikill ágreiningur um aðalatriði þessa frv. Menn greinir á um það, hvað margar deildir eigi að vera við háskólann. Í frv. er gert ráð fyrir 5. Hv. þm. Barð. leggur til, að þær séu 6, samkv. þeirri till., sem hann hefur lagt fram. Tveir aðrir þm., hv. fyrri þm. Skagf. og hv. 2. þm. Árn., hafa lagt fram till. um það, að 1. gr. frv. skuli falla burt. Þá er einnig ágreiningur um það, hvort rétt sé að takmarka aðgang að einstökum deildum háskólans, en það er einmitt gert ráð fyrir því í 2. gr. frv.

Nú hefur verið lögð fram till. hér á Alþ. um skipun milliþn. í skólamálum, og þar sem svona mikill ágreiningur er talin þetta frv., hefði ég talið eðlilegt, að þegar milliþn. væri skipuð, þá tæki hún þetta mál til athugunar ásamt öðrum skólamálum og gerði till. um framtíðarfyrirkomulag háskólans. Ég vil því leyfa mér að leggja fram dagskrártill. og með leyfi hæstv. forseta, lesa hana upp:

„Í trausti þess, að samþ. verði till. sú um skipun milliþingan. um skólamál, er nú liggur fyrir Alþingi, og að væntanleg milliþingan. geri tillögur um framtíðarstarfsemi háskólans eins og annarra skóla, telur deildin eigi rétt að gera breytingar á háskólalögunum að þessu sinni og tekur fyrir næsta mál á dagskrá.